Laugavegur 39, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 20 daga á skrá

Verð 89,9
Stærð 123
Tegund Hæðir
Verð per fm 729
Skráð 30.9.2022
Fjarlægt 21.10.2022
Byggingarár 1942
mbl.is

Miklaborg kynnir: Glæsilega nýuppgerða 3ja herbergja íbúð við Laugaveg 39. Íbúðin er á 2. hæð og er skráð 123, 3 fm og þar af 23,2 fm geymsla í kjallara. Sérbílastæði fylgir fyrir aftan hús. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, tvö baðherbergi, annað með þvottaaðstöðu, hol, eldhús/borðstofa með útgengi út á svalir sem snúa í norður. Einstök og vönduð eign sem vert er að skoða á besta stað í bænum. Nánari upplýsingar veitir Íris Arna - Löggiltur fasteignasali í síma 7700500 eða iris@miklaborg.is.

Nánari lýsing: Gengið er inn í flísalagða forstofu með innbyggðum fataskáp, loftið er klætt með hljóðdempandi plötum í hnotu ásamt innbyggðri lýsingu. Rúmgott svefnherbergi með fataskápum, gluggi í suður, fallegt eikarparket er á gólfi ásamt flísarönd. Hurðar og veggpanill er spónlögð hnota sérsmiðað af JPI innréttingum. Stofan er með eikarparketi. Veggpanill er í stofu þar sem gengið er inn á baðherbergi, sem er flísalagt í hólf og gólf með "walk-in" sturtu, Ifø baðinnréttingu frá Tengi. Gólfhiti er á baðherbergjum. Eldhúsið er með vandaðri innréttingu frá HTH, innbyggðum ísskápi og uppþvottavél, eldhúseyja er úr límtrésbita með helluborði, flísar eru á eldhúsrými og borðstofa með eikarparketi. Frá borðstofu er gengið út á svalir sem snúa í norður. Annað baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með þvottaaðstöðu og Ifø baðinnréttingu frá Tengi. Annað svefnherbergið er með eikarparketi og glugga í norður. Snjall rafmagnskerfi er fyrir lýsingu.

Íbúðin: Ný rafmagnstafla er í íbúðinni ásamt nýjum skólplögnum og neysluvatnslögnum frá stofni í íbúð. Nýlega búið að steina allt húsið að utan, 4. hæðir,  8 íbúðir í húsinu, þar af tvö verslunarrými á jarðhæð.

Teikning: fyrirliggjandi teikningar eru ekki í samræmi við núverandi skipulag hússins og eru kaupendur hvattir til að kynna sér það ítarlega.

Sérmerkt bílastæði: á baklóð fylgir eigninni og þaðan er einnig hægt að ganga inn um sameiginlegan inngang. Eignin er staðsett á göngugötu og veitir því bílastæðið umgengisrétt fyrir bíl. Sameign: vegleg sameign með teppalögðum stigagangi og flísalagðri forstofu. Stór 23,3 fm sérgeymsla í kjallara.

Eftirfarandi viðhald var gert á árunum 2015-2020: Þak endurnýjað. Framhlið húss viðgert og steinað. Bakhlið húss viðgert og steinað. Stigagangur var málaður. Ullarteppi lagt á stigagang og flísalögð forstofan.Ljós í alla sameign með snertiskynjurum.

Nánari upplýsingar veitir Íris Arna Geirsdóttir í síma 7700500 eða iris@miklaborg.is löggiltur fasteignasali.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39