LEIGA - Hafið Bláa við ósa Ölfusár, 815

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 276
Tegund Annað
Verð per fm
Skráð 26.9.2022
Fjarlægt 30.9.2022
Byggingarár 2003
mbl.is

Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna til leigu útsýnis og veitingastaðinn HAFIÐ BLÁA við ósa Ölfusár. Hafið Bláa er einstaklega glæsilegur og notalegur veitingastaður við suðurströndina í ca. 40 mín aksturfjarlægð frá Reykjavík og 10 mín frá Þorlákshöfn. 
 
Veitingastaðurinn leigist út með öllum tækjum og búnaði sem þarf til veitingareksturs og húsnæði sem er samtals 276,4m² - staðurinn er tilbúinn til reksturs.

Um er að ræða rúmgóðan og bjartan veitingasal með fallegu útsýni yfir sjóinn, salurinn tekur 100 manns í sæti og til eru sæti og borð fyrir þann fjölda, í vesturenda salarins er bar og gönguhurð út á útiverönd sem snýr að sjónum, parket á gólfum. Við hvert sæti er útsýni yfir sjóinn og gaman er að skoða fuglalíf og seli út um gluggana á meðan er borðað. Gengið er inn í flísalagt rúmgott anddyri og þaðan inn í gang með flísum og parketi á gólfum. Inn af gangi eru tvö salerni og er aðstaða fyrir fatlaða fyrir hendi. Inn af sal er rúmgott eldhús og þar inn af er gangur, starfsmannaaðstaða, salerni, geymsla og geymsluloft. Framan við húsið er góð aðkoma og næg bílastæði, sunnan við húsið er rúmgóð útiverönd þar sem hægt er að sitja og njóta frábærs útsýnis yfir sjóinn og fjöruna.

5 ára leigusamningur eða lengri er í boði og getur afhending orðið fljótlega eða eftir samkomulagi.        

Um er að ræða vsk húsnæði og er virðisaukaskattur ekki reiknaður inn í leiguupphæð. 

MYNDBAND - HAFIÐ BLÁA

Hér er um að ræða frábært tækifæri til að leigja veitingastað sem er tilbúinn til rekstrar. Miklir möguleikar eru í rekstrinum s.s. veitinga og veisluþjónusta fyrir stóra sem smá hópa, tenging við náttúruna með norðuljósaskoðun, göngu um fjöruna og nágrenni með fjölskrúðugu fuglalífi og skemmtilega gönguleiðir.  Framundan er  sumarið og ferðamannatímabilið og hillir í verulega fjölgun ferðamanna.

Hafið Bláa er staðsett á fallegum stað við sjóinn steinsnar frá Reykjavík með ægifögru útsýni til sjávar að sveita og unun er að sitja í veitingasalnum og virða fyrir sér útsýnið. Í austur sér yfir Ölfusánna, mörg sunnlensku fjöll blasa við og úti í fjarskanum sést í Vestmannaeyjar þar sem hæstu tindar gægjast rétt upp fyrir bláteigsbrún og í norðurgluggunum sést frá Skálafelli á Hellisheiði  og í suðri sjáum við í Selvogsheiðina. Fyrir miðju salarins blasa Hekla og Eyjafjallajökull við fyrir miðju. En tignarlegast er þegar brimar hér við ströndina. Þá horfir fólk sem bergnumið á þessi reginöfl leika sér í fjöruborðinu. 

Við Hafið Bláa  er stærsta humar landsins en á þjóðhátíðardag Íslendinga þann 17. júní var afhjúpað listaverk við Hafið Bláa. Það heitir Humar við Hafið og það er 6 metra langur humar. Listamaðurinn er Kjartan B. Sigurðsson frá Þorlákshöfn. Listaverkið er risastór eft­ir­lík­ing af humri. Veiðar og vinnsla á hon­um skiptu löng­um miklu fyr­ir nágrannaþorpunum Þor­láks­höfn og Eyr­ar­bakka. Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarnes VER og eigendur staðarins voru búin að ganga með þá hugmynd í mörg ár að láta reisa stóran humar við Hafið Bláa og loksins varð þetta að veruleika. 

Sagan er víðar í þessu veitingahúsi. Í anddyrinu er á sérstöku plaggi sagt frá danska herskipinu Göttheborg sem strandaði á Óseyri árið 1718. Þar var bjargað alls 170 manns úr skipinu í mesta björgunarafreki Íslandssögunnar.  Er í Hafinu Bláa að finna stein sem var notaður sem kjölfesta í skipinu – og er þannig að nokkur getið þeirra merku sögu sem strand herskipsins og björgunin var. Hér á svæðinu stóð hús, sem notað var meðan fólk beið eftir bátnum sem ferjaði það yfir ósinn,  hér var ferjustaður til margra ára.   Meiri fróðleikur er finna á veggjum staðarins.    Svo eru uppstoppaðir fuglar m.a. í lofti staðarins.  Þetta eru fuglartegundir sem oft sjást út um glugga staðarins.  Einnig sjást stundum selir, en þeir eru afskaplega forvitnir, svo eru hvalir einstöku sinnur fyrir utan skerin, þá eru þeir í einhverju æti, þetta sjáum við út um gluggan.  Á sólpallilnum er listaverk sem unnið er af skipstjóranum Erlingi Ævari Jónssyni, það er af sjávarbotninum frá Selvogi að Þjórsá.                             

Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: holmar@helgafellfasteignasala.is.

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30