Meltröð 10, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 118,7
Stærð 196
Tegund Einbýli
Verð per fm 604
Skráð 22.9.2022
Fjarlægt 30.9.2022
Byggingarár 1953
mbl.is

LIND FASTEIGNASALA KYNNIR: Mjög fallegt og vel skipulagt tveggja hæða einbýlishús við Meltröð 10 í Kópavogi. Eigninni fylgir bílskúr sem hefur verið breytt í íbúð og er í útleigu í dag. Húsið stendur á snyrtilegri lóð sem er 968 fm að stærð. Úr borðstofu er útgengt á skjólgóða suðurverönd, sem hefur að geyma garðskúr. Eignin er skráð 196,5 fm að stærð, þar af er bílskúr 48 fm. Neðri hæð hússins er 91,1 fm og efri hæð hússins er skráð 57,4 fm þar sem að hluta til er efri hæðin undir súð.
Tvær geymslueiningar eru í húsinu, önnur undir stigapalli og hin undir risi í holi á efri hæð.
Fasteignamat fyrir 2023 er 108.750.000 kr


Nánari lýsing:
Neðri hæð: 

Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi og er mjög rúmgott alrými með gluggum til suðurs og vesturs og því mjög bjart rými.
Sólpallur er út af borðstufu og af honum er gengt út í gróinn garðinn.
Geymsluskúr er á sólpalli.
Eldúsið er með hvítri innréttingu og góðu skápa- og vinnuplássi auk eldhúskróks..
Gestabaðherbergið er á neðri hæð, það er mjög snyrtilegt og var tekið í gegn árið 2017.
þvottahúsið er mjög rúmgott með góðri vinnuaðstöðu er innaf eldhúsi. Útgengt út úr þvottahúsi í garð austan við húsið.
Bílskúrinn var byggður árið 2008 og hefur verið innréttaður sem íbúð. Mikil lofthæð er í bílskúr. 

Efri hæð:
Svefnherbergin eru þrjú talsins.
Rúmgott hol með góðu skápaplássi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott.
Baðherbergið er með hvítri innréttingu og baðkari.
Gólfefnið á efri hæð er parketi ef frá er talið flísar á baði.

Saga hússins og framkvæmdir:
Húsið var byggt árið 1953 en var tekið í gegn fyrir ca 25 árum þar sem endurnýjar var allt innan dyra s.s eldhús, gólf, baðherbergi, allir gluggar og gler. Að utan var þakinu lyft upp og skipt um, húsið klætt að utan með timbri auk þess að skipt var um rafmagn, dren og pípulagnir.
Húsið var allt málað að utan sumarið 2021 utan þriggja kvista.
Borið var á sólpall og geymsluskúr í sumar.
Gestabaðherbergið var tekið árið 2017.


Stutt er í bæði grunn-og framhaldsskóla ásamt því að mjög stutt er í flest alla þjónustu í Hamraborg og almenningssamgöngur.

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit


Nánari upplýsingar veitir Arinbjörn Marinósson í síma 822-8574, tölvupóstur arinbjorn@fastlind.is eða Hannes Steindórsson, tölvupóstur hannes@fastlind.is

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Gólfhitalausnir

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35