Fífulind 3, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 14 daga á skrá

Verð 79,9
Stærð 145
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 550
Skráð 22.9.2022
Fjarlægt 7.10.2022
Byggingarár 1997
mbl.is

RE/MAX -Sigrún Gréta kynnir 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum að Fífulind 3 í Kópavogi. Íbúðin er á efstu hæð og með útsýni til suðurs að Hnoðraholti. Aukin lofthæð er á efri hæð þar sem eru tvö rúmgóð herbergi. Flott fjölskylduíbúð á eftirsóttum stað. Göngufæri er í leikskóla og grunnskóla. Einnig er afar stutt í sundlaug, íþróttamannvirki og alla helstu þjónustu og verslanir.

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, búr/þvottahús, baðherbergi, fjögur svefnherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 145,3 m2.

**VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN MÁNUD. 26.09.2022.
Bókaðir ganga fyrir.
**

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa er inn af utanáliggjandi svalagangi. Innan íbúðar er hvítur háglans forstofuskápur. Svartar gólfflísar.
Eldhús er með hvítri "U" laga innréttingu. Upprunaleg innrétting, sprautuð hvít. Ljósgrá borðplata. Eldavél, helluborð og gufugleypir þar fyrir ofan. Milli efri og neðri skápa eru svartar veggflísar. Stæði fyrir uppþvottavél. Svartar gólfflísar.
Þvottahús/búr er inn af eldhúsi. Hvít háglans rennihurð skilur á milli. Aðstaða og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Borð, skápur og hillur.
Herbergi I er með gluggum sem snúa út á svalagang til norðurs. Fataskápur. Parket á gólfi.
Herbergi II er inn af stofu. Rúmgott herbergi með viðarfataskápum. Gluggi snýr til suðurs. Parket á gólfi.
Stofa er björt og með hringstiga upp á efri hæð íbúðar. Parket á gólfi. Útgengi er út á rúmgóðar suðursvalir með útsýni út að Hnoðraholti. 
Baðherbergi er að mestu upprunalegt frá því húsið var byggt 1997. Salerni var endurnýjað 2020 sem og gler ofan á baðkari við sturtu. Viðarinnrétting við handlaug. Ljósar flísar á gólfi og upp hluta veggja.

Nánari lýsing efri hæðar:
Hol
við hringstiga er teppalagt. Þaðan eru hurðar inn í sitthvort herbergið.
Herbergi III er með aukinni lofthæð vegna skáhallandi þaks. Mjög rúmgott herbergi með gluggum til suðurs. Hvítur léttur fataskápur ofan á parketi. Tvö opnanleg fög og hægt að skipta þessu herbergi upp í tvö rými.
Herbergi IV er stærsta herbergið í íbúðinni. Einn gluggi til suðurs. Inn af herberginu er geymsla inn í þakrými og telur hún ekki til fermetra.

Geymsla er sér í sameign á 1. hæð (götuhæð). Stærð 4,5 m2.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign á 1. hæð (götuhæð).
Lóð er gróin og grænt og opið svæði fyrir aftan hús.
Bílastæði eru framan við hús.
Endurbætur: Parket og gólfflísar voru endurnýjaðar af núverandi eiganda árið 2007. Þak var yfirfarið, neglt að nýju og málað árið 2020.

Fasteignamat 2023: 79.600.000 kr.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34