Hólavellir 2, 240

Verð 58,9
Stærð 102
Tegund RaðPar
Verð per fm 576
Skráð 22.9.2022
Fjarlægt
Byggingarár 1986
mbl.is 1054083

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Hólavellir 2,  Grindavík fnr. 209-1932

Eignin er skráð samkvæmt þjóðskrá 102,3 fm en um 20 fm sólstofa er ekki skráð inni í þeim fermetrafjölda. Húsið er byggt árið 1986 og er steinsteypt. Teikningar af stækkun á forstofu/eldhúsi fylgja með. 
Komið er inn í forstofu og á vinstri hönd er eldhús og þar við hliðina er baðherbergi og svo annað svefnherbergið. Á hægri hönd er hitt svernherbergið og svo stofa og það er gengið út í bílskúr og sólstofur. 

FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:

Aðkoma: Stórt hellulagt plan fyrir framan húsið með hitalögn. Getur rúmað fjóra bíla.

Forstofa: Flísar á gólfi. Ný útihurð var sett í 2016.
 
Stofa: Quick Step parket á gólfi. Útgegnt í sólstofur og einnig í bílskúrinn.

Sólstofur: Önnur sólfstofan er lokuð og þar eru flísar á gólfi og gólfhiti. Í dag er hún nýtt sem borðstofa. Hin sólstofan er með þaki og þar er gerfigras á gólfi og heitur pottur.

Eldhús: Quick Step parket á gólfi. Eldri hvít innrétting. Sambyggð eldavél/ofn/uppþvottavél. Vifta er yfir helluborðinu. 

Baðherbergi: Baðherbergið var allt  tekið í gegn 2021. Flísar á gólfi. Rúmgóður nýr sturtuklefi. Hvít innrétting með handlaug. Handklæðaofn.Upphengt salerni. Góð laus skápaeining.

Svefnherbergi: Eru tvö og eru bæði með Quick Step parketi - Hvítur fastur fataskápur er í hjónaherbergi.

Lóð: Ræktuð lóð sem er skráð 427,5fm. Hellulagt fyrir framan húsið og norðan megin með því og á baklóðina. Tvær sólstofur. Tyrft grasflöt.

Bílskúr: Góður 28 fm bílskúr. Ný innkeyrsluhurð. Heitt og kalt vatn sem og rafmagn. Hægt væri að útbúa íbúð í skúrnum og er niðurfall fyrir salerni og sturtu. Einnig er möguleiki að setja upp milliloft.

Húsið er vel staðsett og er stutt í þjónustu svo sem matvörubúð, leikskóla og þjónustu Grindavíkurbæjar. Einstaklega sjarmerandi endaraðhús miðsvæðis í Grindavík. Búið er að taka húsið í gegn að miklu leiti síðan núverandi eigendur keyptu það 2021. Skipt var út útihurð og gluggum á framhlið árið 2016. Nýbúið er að skipta út ofni í stofu sem og bílskúr. Snjóbræðslukerfi er undir plani fyrir framan húsið.

Ég býð upp á frítt verðmat á þinni fasteign og veiti góða og lipra þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali í gsm 861-7507 eða á daddi@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynnasér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Gólfhitalausnir

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32