Söluauglýsing: 881668

Vinastræti 6

210 Garðabær

Verð

43.000.000

Stærð

71.9

Fermetraverð

598.053 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 37 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Opið hús að Vinastræti 6-8 alla fimmtudaga kl. 16:00-17:00. Sýningaríbúð er nr. 204 á 2. hæð að Vinastræti 2.

ÞG Íbúðir ehf. kynna glæsilegar íbúðir í nýbyggingu með lyftu að Vinastræti 6-8, Urriðaholti.

Almennt um húsið:
Íbúðirnar í húsinu er 31 talsins. Stærð íbúða er frá 67 fm. upp í 194 fm. og ýmist með svölum eða sérafnotareit með palli. Öllum íbúðum fylgir a.m.k. eitt stæði í bílakjallara. Sumar íbúðir eru með tveimur baðherbergjum. Þvottahús er í flestum íbúðum annars er pláss fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi. Geymslur eru í kjallara. Skoðaðu allar íbúðirnar á www.tgverk.is/vinastraeti-6-8/

Íbúðum fylgir helluborð, blástursofn með kjöthitamæli, háfur, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Íbúðir afhendast með gólfefni á öllum rýmum, parket á herbergjum og stofu, flísar í votrýmum. Sérmerkt stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum sem og hlutdeild í sameiginlegum stæðum fyrir utan húsið. Húsið er klætt að utan með vönduðum álklæðningum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Innréttingar fylgja þar sem á við og eru þær af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiddar af Nobilia í Þýskalandi samkvæmt ítrustu gæðakröfum. Reiknað er með að hægt sé að setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla í bílageymslu og rafmagnstafla er hönnuð fyrir það. Ekki er þó gert ráð fyrir að ÞG Íbúðir ehf. muni skaffa stöðvarnar.
 
Urriðaholtið er frábærlega staðsett, óspillt náttúra allt í kringum hverfið, stutt í skóla og verslanir í  Kauptúni. Örstutt er niður á Reykjanesbraut og þar með umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins.

Það skiptir máli hver byggir fyrir þig. Meginmarkmið ÞG Íbúða efh  er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini. Kynntu þér gæðatryggingu ÞG Verks www.tgverk.is/gaedakerfi-tgverk.

Einungis er hægt að skoða ef pantaður er tími. Aðgangur á öðrum tímum er stranglega bannaður þar sem um byggingarsvæði er að ræða.

Breytingar á teikningum eru ekki í boði fyrir kaupendur þar sem efniskaup og allur undirbúningur er skipulagður með margra mánaða fyrirvara.

Til að fá nánari upplýsingar um tíma til að skoða íbúðir, má hafa samband beint við Bryndísi hjá ÞG í síma 824-8432 eða í tölvupósti [email protected] og Ólaf hjá Borgum fasteignasölu í síma 662-2535 eða í tölvupósti [email protected].

Kauptilboð berist Ægi Breiðfjörð á Borgum fasteignasölu. Nánari upplýsingar í síma 588-2030 eða á netfangið [email protected].

Allar fermetratölur íbúða eru birtar með fyrirvara.
Eignaskiptayfirlýsing gildir.
Myndir eru af sýningaríbúð.

Fletta í fasteignalista

Ljósmyndir

Því miður eru engar myndir af eigninni. Þú gætir fundið myndir á öðrum auglýsingum sömu eignar.

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband