Söluauglýsing: 1156487

Skógarvegur 6

103 Reykjavík

Verð

75.900.000

Stærð

82

Fermetraverð

925.610 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

OPIÐ HÚS - SKÓGARVEGUR 6 - ÞRIÐJUDAGINN 29. ÁGÚST - FRÁ KL.17.30 - 18.00

Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN KYNNIR:
Um er að ræða opna og bjarta 82,1 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með stórum sólpalli, stæði í bílageymslu og lyftu. Gólfhiti er í íbúðinni og gólfsíðir gluggar, stofa og eldhús mynda fallegt alrými.

Íbúðin er 74,3 fm (merkt 01-0111) og geymsla er 7,8 fm (merkt 01-0052) samtals er eignin 82,1 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.

FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2024 ER 74.900.000

Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected]

Forstofa er með parketi á gólfi og góðum skápum.
Stofa er með parketi á gólfi, gólfsíðum gluggum og þaðan er útgengt á rúmgóðan rúmlega 27 fm suðurpall sem er lokaður. Eldhús og stofa mynda eitt fallegt og opið alrými.
Eldhús er með parketi á gólfi, hvítri innréttingu og kvartsstein, undirlímdum vask, bakarofni í vinnuhæð, stór eyja úr svartbæsaðri eik með kvarts steinsplötu og niðurfelldu spanhelluborði. Yfir eyju er gufugleypir.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi og gólfsíðum glugga til suðurs ásamt lokuðu fataherbergi með innréttingu.
Baðherbergi er rúmgott með flísum á gólfi og hluta veggja, upphengt wc og opin sturta með glerskilrúmi, handklæðaofni og innréttingu.
Þvottahús er inn af eldhúsi og er með flísum á gólfi.
Bílastæði í bílageymslu er merkt 111.
Geymsla er í sameign í kjallara.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband