Söluauglýsing: 737689

Ljósheimar 14R

104 Reykjavík

Verð

34.900.000

Stærð

102

Fermetraverð

342.157 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 10 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

** Opið hús að Ljósheimum 14 1 hæð sunnudaginn 8 maí frá kl. 17:00-17:30 **

Allt fasteignir fasteignasala kynna vel staðsetta og skipulagða 4 herbergja 102 fm endaíbúð á fyrstu hæð að Ljósheimum 14 með sérinngangi af svölum. Íbúðin sjálf er 97,3 fm og skiptist forstofu, stofu, eldhús, 3 svefnherbergi og baðherbergi sem var endurnýjað 2015 í kjallara er 4,7 fm geymsla. Húsið er með lyftu og 2 sameiginleg þvottahús eru í sameign ásamt hjólageymslu. Búið er að endurnýja glugga í 2 svefnherbergjum og baðherbergi. 

Búið er að klæða báða gafla hússins og stigahús ásamt því að loka svölum þar sem inngangar eru að stórum hluta með hertu gleri. Anddyri og sameign niðri eru flísalögð og er aðgengi að húsinu ti fyrirmyndar. 


Mjög góð staðsetning með Laugardalinn í stuttu göngufæri og verslanir, veitingastaðir og ýmiskonar þjónusta og afþreying í næsta nágrenni. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll í síma 896-6076 og á netfanginu [email protected]

Forstofa 
er með flísum á gólfi og fatahengi.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi. Útgengt á litlar svalir úr stofu.
Eldhús er með ljósri innréttingu með góðu skápaplássi og borðkrók. Dúkur á gólfi.
Gangur er með skáp og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott og með góðum skáp. Harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi er með skáp og dúk á gólfi.
Svefnherbergi í holi er með skáp og dúk á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2015 og er með flísum á veggjum og gólfi, sturtu, upph.wc og handklæðaofni. Tengt er fyrir þvottavél í baðherbergi.

Mjög góð bílastæði eru við húsið. Garður er sameiginlegur og er verið að klára framkvæmdir í garði og við húsið sem eru að fullu greiddar. 


Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll aðstoðarm.fasteignasala (í löggildingarnámi) í síma 896-6076 og á netfanginu [email protected] eða Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasala í síma 560-5500Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar gerðir af eignum á skrá. Frítt söluverðmat án skuldbindinga.

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldarbréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.000 af hverju skjali. 3. Lántökukostnaður lánastofnunar - almennt 1.0 % af höfuðstóli skuldabréfs. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.


 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband