Söluauglýsing: 1107311

Kirkjuteigur 14

105 Reykjavík

Verð

97.900.000

Stærð

154.9

Fermetraverð

632.021 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

87.700.000

Fasteignasala

Húsaskjól

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 47 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

HÚSASKJÓL KYNNIR:

EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI - EIGNIN SELDIST Á EINU OPNÚ HÚSI OG ERUM VIÐ MEÐ FJÖLDA ÁHUGASAMRA KAUPENDA Á SKRÁ.

Böðvar Reynisson lgf. s. 7668484 eða [email protected]

SKRÁNING Í OPIÐ HÚS og UPPLÝSINGABÆKLINGUR HÉR 

Falleg vel skipulögð hæð og ris með sérinngangi í reisulegu þríbýli við Kirkjuteig í Laugardalnum. Eignin samanstendur af 5 svefnherbergjum, tveimur stofum, sjónvarpsstofu, eldhúsi og tveimur baðherbergjum. Eignin er í göngufæri við Laugardalslaug, barna-, unglinga- og leikskóla, náttúruparadísina í Laugardalnum auk annarar afþreyingar og þjónustu. Rishæðin er að hluta undir súð og því fleiri nýtanlegir fermetrar en skráning segir til um. 

- Frábær staðsetning og gott skipulag -  


Skipting eignar: 
Forstofa, stigahol, hol, 5 svefnherbergi, 3 stofur, eldhús, tvö baðherbergi og þvottahús í sameign.  

Inngangur: 
Sérinngangur inn á fyrstu hæð þar sem er forstofa með fatahengi og tröppum upp á hæð. Gengt niður í kjallara þar sem er þvottahús í sameign. 

Hæð: 3x svefnherbergi, 2x stofur, eldhús og baðherbergi.
Hol sem liggur að öðrum vistverum hæðarinnar, parket á gólfi og innfelldur skápur. 
Stofa og borðstofa eru á hægri hönd frá holi þegar gengið er inn í íbúðina. Stofurnar eru samliggjandi, rúmgóðar og bjartar með gluggum í suður og vestur og parketi á gólfi.
Eldhús er á vinstri hönd frá holi frá inngangi hæðar. Hvít innrétting, flísar á gólfi og gluggar í norður og vestur. 
Svefnherbergi I er með parketi á gólfi og glugga í norður. 
Svefnherbergi II er með parketi á gólfi, góðum fataskáp og glugga í norður. 
Baðherbergið er í austur enda hæðarinnar með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefa, salerni, handlaug, speglaskáp yfir handlaug og skáp yfir salerni. Austur gluggi með opnanlegu fagi.
Svefnherbergi III er með parketi á gólfi og glugga í suður. 
Stigapallur með gengt út á vestur svalir. Tröppur upp í ris. 
 
Ris:
Stofa/sjónvarpsstofa: Þegar komið er upp í ris, er stofa/sjónvarpsstofa með góðum kvistglugga í vestur með góðu útsýni, gengt er inn í öll rými hæðarinnar frá stofunni. Flotað steingólf. 
Baðherbergið er rúmgott undir súð með hálfum kvisti. Flísar á gólfi og veggjum, baðkar með sturtu, salerni, handlaug, speglaskápur yfir handlaug, skápur, ofn og opnanlegur kvistgluggi með góðu útsýni norður yfir borgina og Esjuna. 
Svefnerbergi IIII er rúmgott og bjart með kvistgluggum í norður og austur og flotuðu steingólfi. Gott útsýni austur yfir borgina og í norður til Esju. 
Svefnherbergi IIIII Rúmgott og bjart herbergi með flotuðu steingólfi, innfelldum skápum undir súð og kvisti með glugga og hurð, þar sem gengt er út á suður svalir. Gott útsýni til suðurs. 

Húsið er steinsteypt á steyptum grunni. Þakhæð og þakvirki er úr timbri, klætt bárustáli.
Fram kemur í áður þinglýstum gögnum að íbúðinni fylgi bílskúrsréttur. Einnig kemur fram í eignaskiptayfirlýsingu að gert hafi verið ráð fyrir bílskúr á upphaflegum teikningum. 
Hafa ber í huga að alltaf þyrfti að leggja inn teikningar og sækja um byggingaleyfi fyrir slíkum framkvæmdum. 

Viðhaldssaga undanfarin misseri skv. seljanda:
1. Skolplagnir myndaðar 2012, Brotið inn að skolpstramma og fjarlægður skemmdur hluti og bættur með plaströri 2013.
2. Eirlögnum í ofna í risi skipt út í nóvember 2022.
3. Nýtt dren 2018
4. Múrviðgerðir á suðurhlið hússins 2015. Búið að sinna múrviðgerðum á fleiri stöðum en ekki liggur fyrir ártal.
5. Múrviðgerðir á tröppum upp að húsinu sumarið 2022 og þær múraðar upp á nýtt.
6. Þak endurnýjað ca 2003 eða 2004 

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis?  Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband