Söluauglýsing: 1185811

Hverfisgata 94

101 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

122.4

Fermetraverð

-

Tegund

Fjölbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 9 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til leigu virkilega fallega, vandaða og vel skipulagða 122,4 fermetra 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í vönduðu og glæsilegu fjölbýlishúsi með lyftu, vel staðsettu í miðborg Reykjavíkur.  Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu fylgir íbúðinni.  Íbúðinni fylgja bæði hellulögð og skjólsæl verönd til suðurs og svalir til norðurs með viðarklæddu gólfi. Eignin er laus til afhendingar strax.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]


Mikið er lagt upp úr hönnun hússins, jafnt að utan sem innan. Húsið er einangrað og klætt að utan með viðhaldslitlum og fallegum efnum. Byggingin er U-laga og rammar inn sameiginlegan skjólgóðan sameiginlegan suður garð.

* Sérsmíðaðar vandaðar innréttingar úr svartbæsaðri eik, sem ná upp í loft
* Gólhitalagnir eru í íbúðinni með sér stýringu fyrir hvert rými
* Bæði svalir til norðurs með viðarklæddu gólfi og hellulögð og skjólsæl verönd til suðurs
* Borðplötur úr kvartsteini á eldhúsinnréttingu og eyju í eldhúsi og á innréttingu í baðherbergi
* Myndavélakerfi er við inngang íhúsið og myndavéladyrasími, rafmagnsopnun með talnastýringu er á hurðum í sameign.
* Sameign hússins er mjög snyrtileg og bílakjallari er lokaður og upphitaður. Tengi fyrir hleðslustöð er komið að sérbílastæði íbúðarinnar


Nánari lýsing:
Forstofa, parketlögð og rúmgóð með miklum fataskápum. 
Barnaherbergi, stórt, parketlagt og með fataskápum.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með miklum fataskápum. Úr hjónaherbergi er útgengi á hellulagða og skjósæla verönd til suðurs.
Baðherbergi, rúmgott, flísalagt gólf og veggir, handklæðaofn, vegghengt wc, stór flísalögð sturta með sturtugleri og innrétting með quartz á borðum.
Þvottaherbergi, rúmgott og flísalagt með miklum innréttingum með vinnuborði, vaski og stæðum fyrir vélar í vinnuhæð. 
Samliggjandi stofur, parketlagðar og stórar með innfelldri lýsingu í loftum að hluta.
Eldhús, opið við stofur og með mjög fallegum og miklum dökkbæsuðum viðarinnréttingum með flísum á milli skápa, kvartsteini á borði, tveimur innbyggðum ísskápum, innbyggðri uppþvottavél og spanhelluborði. Stór eyja er í eldhúsi með kvartsteini á borði, vaski og áfastri borðaðstöðu. 
Úr eldhúsi og stofum er útgengi á rúmgóðar svalir til norðurs með viðarklæddu gólfi og glerhandriði.

Í kjallara hússins eru:
Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu þar sem lagt hefur verið fyrir rafhleðslustöð. Stæðið er merkt B3.
Sérgeymsla, 5,6 fermtetrar að stærð er vel staðsett innaf bílastæði í bílageymslu.

Á 1. hæð hússins eru:
Sameiginleg hjólageymsla, með útgengi á baklóð.
Sameiginlegt líkamsræktarrými, er innaf hjólageymslu og er það með tækjum.

Sameiginleg mjög falleg lóð til suðurs með hellulögn og tyrfðum flötum.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð í hjarta miðborgarinnar þaðan sem stutt er í alla þjónustu, veitingahús, söfn o.fl. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband