Söluauglýsing: 1022526

Hvannalundur 15

210 Garðabær

Verð

129.000.000

Stærð

162

Fermetraverð

796.296 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

80.600.000

Fasteignasala

Miklaborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 4 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Miklaborg kynnir: Sérlega fallegt og vel skipulagt 162 fm. einbýli á einni hæð í Garðabænum. Húsið stendur á rólegum og skjólsælum stað innst í botnlanga götunnar. Stutt í alla skóla, íþróttir og aðra þjónustu. Glæsilegur suður garður með stórri verönd, garðhýsi og geymsluskúr.Mjög áhugaverð eign.
Húsið skiptist  í: forstofu, fimm svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofur og geymslu. 

Skv. Þjóðskrá er það 155,8 fm. en þar vantar um 6 fm. á milli bílskúrs og hússins. Því samtals 162 fm.

Nánari lýsing: 
Komið inn í góða forstofu með mjög góðum skápum. Inn af forstofu er eitt svefnherbergi. Hægra megin við forstofuna eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og góðri innréttingu. Hol í enda gangsins. Beint af augum frá forstofu er mjög gott eldhús með góðri innréttingu og nýjum tækjum að stærstum hluta. Inn af eldhúsi er gott þvottahús og þaðan er útgegnt í garðinn á hlið hússins. Borðstofa og setustofa eru samtengdar og þaðan er útgegnt á góðan pall og garðinn. Í horni stofu er komið inn á gang sem er á milli húss og bílskúr. Þaðan er komið inn í gott svefnherbergi sem áður var hluti bílskúrs. 

Lóðin: 
Glæsileg lóð með miklum og fallegum gróðri og tilheyrandi fuglasöng. Á baklóðinni sem snýr í suður er timburverönd með skjólvegg og útibar/eldhús. Þar er einnig flott og notalegt 14 fm. garðhýsi/setustofa og einnig  6 fm. geymsluskúr. Skjólgirðing á lóðarmörkum við næsta hús. Garðurinn er sannkallaður sælureitur fyrir alla fjölskylduna. 

Viðhald og endurbætur
2013 Skipt um járn á þaki, lagðar nýjar ofnalagnir, skipt um raftengla og rofa, skipt um útidyrahurð. 
2020 Skipt hefur verið um nær allt gler  í húsinu  á síðustu þremur árum. Nýjar þakrennur. 
Garðhús, útieldhús og grindverk er nýtt. Baðherbergi nýlegt. 

Sérlega notalegt og fjölskylduvænt hús á einni hæð á frábærum stað í grennd við skóla íþróttir og aðra þjónustu. Næg bílastæði í götunni. 

Upplýsingar veitir : Þórhallur Biering, [email protected],  896-8232.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband