09.05.2023 1125426

Söluskrá FastansFjölnisvegur 14

101 Reykjavík

hero

Verð

235.000.000

Stærð

305.8

Fermetraverð

768.476 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

189.250.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 30 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðrún Antonsdóttir fasteignasali og Lind fasteignasala kynna: SÉRLEGA VIRÐULEGT OG VANDAÐ EINBÝLISHÚS Á EFTIRSÓKNARVERÐUM STAÐ Í ÞINGHOLTUNUM. Falleg eign með stórum garði nálægt miðbær Reykjavíkur, í göngufæri er leikskóli, skóli og ýmis þjónustu. Húsið hefur fengið reglulegt viðhald. Nýlega er búið að endurnýja þakið.
Bílskúr er á lóðinni og sólskáli. Birt stærð eignar er alls 305,8fm. og þar af er 35,0fm, bílskúr.

Áætlað verðmat fyrir árið 2024 er 216.850.000

Komið er inn í húsið á miðhæð
Miðhæð:
Forstofa
með kork á gólfi, stigi er upp á efri hæð hús, milli hol er með og hvítum yfirhafnaskáp. 
Tvær rúmgóðar stofur með korkur á gólfi. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, salerni, handlaug, sturtuklefi og opnanlegur gluggi.
Eldhúsið er stórt með ljósri innréttingu, frá eldhúsi eru svalir sem snúa inn í garðinn.
Frá eldhúsi er stigi niður á neðri hæð eignar.

Neðri hæð:
Herbergi m
eð glugga og skáp, ( vantar mynd) Baðherbergið er rúmgott með baðkari, salerni og handlaug. Snotur geymsla er inn af baðherbergi. Rúmgott hjónaherbergi með fataskáp. Stofa/opið rými með kork á gólfi. Inn af stofu er smá gangur og yndisleg sólstofa með gleri á hliðum og lofti. Hægt er að ganga út í garð frá sólstofu

Efri hæð: Virðulegur stigi milli hæða. Eldhús með ljósri innréttingu, bakaraofn og viftu. Tvær stofur sem hægt væri að nota sem herbergi. Stór svefnherbergi með útgengi á svalir. Baðherbergið er með baðkari og flísum á gólfi og hluta veggja. Á hluta efri hæðar eru upprunalegar fjalir. Fallegt útsýni er frá svölum og stofu. Búið er að skipta um alla glugga á hæðinni.
Hæðin er í útleigu í dag sem sér íbúð

Bílskúrinn er 35fm.
Garðurinn er rótgróinn, fallegur og mjög skjólsamur.

Framkvæmdir/ viðhald, ekki tæmandi upplistun
Þakið er nýlega endurnýjað að hluta, eins og sjá má á myndum var passað vel upp á að halda í upprunalegt útlit
Allir gluggar á efstu hæð eru endurnýjaðir, nýleg
Gler og ytra byrði glugga á suðhlíð ( 4 gluggar) verður endurnýjað, sumar 2023 á kostnað seljanda
Rafmagnstafla og dregið í dósir í notkun árið 2011

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali í síma 621-2020 eða á [email protected]
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignsala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
305

Fasteignamat 2025

232.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

216.850.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. MæliblaðSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans, í fyrsta lagi til að breyta mörkum tveggja lóða, þ. e. lóðanna Fjölnisvegur 20 og Bergstaðastræti 83, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum tveim lóðum auk lóðanna Fjölnisvegur 12, Fjölnisvegur 14, Fjölnisvegur 16, Fjölnisvegur 18, Bergstaðastræti 75, Bergstaðastræti 77, Bergstaðastræti 79 og Bergstaðastræti 81, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 05. 05. 2015. Lóðin Fjölnisvegur 20 (staðgr. 1.196.405, landnr. 102683) er talin 559,3m², lóðin reynist 558 m², teknir eru 3 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 555 m². Lóðin Bergstaðastræti 83 (staðgr. 1.196.406, landnr. 102684) er talin 798,8 m², lóðin reynist 797 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 795 m². Lóðin Fjölnisvegur 12 (staðgr. 1.196.401, landnr. 102679) er talin 630,5 m², lóðin reynist 629 m². Lóðin Fjölnisvegur 14 (staðgr. 1.196.402, landnr. 102680) er talin 595,9 m², lóðin reynist 592 m². Lóðin Fjölnisvegur 16 (staðgr. 1.196.403, landnr. 102681) er talin 675,4 m², lóðin reynist 664 m². Lóðin Fjölnisvegur 18 (staðgr. 1.196.404, landnr. 102682) er talin 686,8 m², lóðin reynist 679 m². Lóðin Bergstaðastræti 75 (staðgr. 1.196.410, landnr. 102688) er talin 686,8 m², lóðin reynist 679 m². Lóðin Bergstaðastræti 77 (staðgr. 1.196.409, landnr. 102687) er talin 826,0 m², lóðin reynist 825 m². Lóðin Bergstaðastræti 79 (staðgr. 1.196.408, landnr. 102686) er talin 798,0 m², lóðin reynist 797 m². Lóðin Bergstaðastræti 81 (staðgr. 1.196.407, landnr. 102685) er talin 798,0 m², lóðin reynist 791 m². Samanber uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskráritara. Samanber rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar. Samanber forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.

    Samræmist ákvæðum laga nr 160 / 2010

  2. Stækka svalirSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að

  3. Stækka svalirFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að

  4. Stækka svalirFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að

  5. (fsp) byggja svalirAnnað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka svalir samkv. meðfylgjandi skissu af húsinu á lóð nr. 14 við Fjölnisveg Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. maí 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

  6. (fsp) byggja svalirFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka svalir samkv. meðfylgjandi skissu af húsinu á lóð nr. 14 við Fjölnisveg

    Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband