Söluauglýsing: 1212579

Efri-Þverá

531 Hvammstangi

Verð

73.900.000

Stærð

345.2

Fermetraverð

214.079 kr. / m²

Tegund

Lóð/Jarðir
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 28 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Landmark eignamiðlun og Jens Magnús Jakobsson löggiltur fasteignasali s: 8931984 kynna í sölu jörðina Efri-Þverá II í Vestur-Húnavatnssýslu. Á jörðinni er íbúðarhús og hesthús ásamt bílskúr/vélaskemmu. Landið er 72 hektarar í séreign og svo er óskipt land, sem talið er  að sé um 1600 hektarar, sem deilist með tveimur öðrum nágranna jörðum. Einstaklega skemmtileg staðsetning með tilliti til útsýnis og náttúru. Frábært tækifæri til að kaupa jörð sem hægt er að byggja upp, annaðhvort sem frístunda stað eða til að stunda þarna sína atvinnu.

Eigendur skoða skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi.

Íbúðarhús: 187,5 fm á tveimur hæðum.

Sjarmerandi steypt hús sem byggt var árið 1968 og viðbygging byggð árið 1994. Húsið er með rúmgóðu eldhúsi (með frábæru útsýni út um eldhúsgluggann), inn af eldhúsi er búr. Stofan er rúmgóð og opin. 5 svefnherbergi eru í húsinu ásamt baðherbergi sem er nýbúið að endurnýja. Í viðbyggingunni er þvottahús og kjallari. Útgengi er úr þvottahúsinu. Í kjallaranum er sánaklefi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað, þar á meðal hefur það verið einangrað og klætt að utan og skipt um útidyrahurðar. Járn á þaki hefur verið endurnýjað. Húsið er mikið endurnýjað að innan, meðal annars neysluvatnslagnir, gólf- og loftaefni að stórum hluta og led ljós eru í öllum rýmum. Ljósleiðari er kominn inn í hús og þriggja fasa rafmagn er komið í töflu.

Hesthús
Hesthúsið er 384,5 fm og byggt árið 1985, haughús er undir hluta þess. Hesthúsið er innréttað með eins- og tveggja hesta stíum. Nokkrar eins hesta stíur eru ætlaðar fyrir stóðhesta. Eik er í innréttingum. Húsið býður upp á mikla möguleika til endurbóta. Gerði er við húsið og einnig er beitarhólf fyrir framan.   

Bílskúr/vélaskemma
Byggt árið 1988 og er með tveimur innkeyrsluhurðum. Þessi bygging er ekki einangruð.

Við hesthúsið er tengd bygging sem ekki tilheyrir þessari jörð (tilheyrir nágrannajörðinni).
 
Jörð sem býður upp á mikla möguleika út frá staðsetningu og náttúrufegurð. Töluverð rjúpnaveiði er á svæðinu. 

Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá Jens Magnúsi Jakobssyni lgf s. 8931984 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband