Söluauglýsing: 1100017

Auðbrekka 16

200 Kópavogur

Verð

67.900.000

Stærð

123

Fermetraverð

552.033 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

*** FRÁBÆRT FJÁRFESTINGATÆKIFÆRI ***
*** Skoða skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu eða á Selfossi og nágrenni *** 

ALLT FASTEIGNASALA – kynnir einstaklega bjarta og nýtískulega 3ja herbergja íbúð á efstu hæð á frábærum útsýnisstað í Kópavogi.    
Birt stærð er 123,4 fm -   Svalir 5.2 fm

Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir
Bjarklind Þór löggiltur fasteignasali á [email protected] eða í síma 690-5123


Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús

Nánari lýsing 
Húsið skiptist í 3 hæðir, verslunarhúsnæði á fyrstu hæð, iðnaðarhúsnæði á annarri hæð og svo íbúðarhúsnæði á þriðju hæð.
Sameiginlegur inngangur er með fyrstu og annarri hæð en gengið er upp steyptar tröppur á þriðju hæð, fataskápur og fatahengi er á rúmgóðum stigapalli fyrir framan íbúð,
Þaðan er svo gengið í íbúðina sem er mjög björt og skemmtileg með dásemdar útsýni yfir fossvogsdal.
Eldhús var sett upp árið 2017, haft opið með skemmtilegu barborði, innréttingu frá Ikea, nýjum tækjum úr Ormsson setrinu og bæði veggir og borðplata úr Mortex. Pláss er fyrir tvöfalldan ísskáp en hugsanlega getur ísskápur fylgt. Tengi er fyrir uppþvottavél. Flott barborð. Rúmgott búr með hillum er við hlið eldhússins en þar er skemmtilega hönnuð old style barn rennihurð. Barborð, borðstofuborð og rennihurð í búr á eldhúsi er í stíl, unnið úr sama viðarefninu.
Hjónaherbergið, er parketlagt og er með góðum fataskáp. útgengt er á suðursvalir úr herberginu. Barnaherbergi er parketlagt, er mjög rúmgott með góðum fataskáp. Stofan er parketlögð mjög rúmgóð, björt og opin með stórkostlegu útsýni yfir fossvoginn. Baðherbergi og þvottahús er í sameiginlegu rými en þó búið að stúka af, baðherbergi er flísalagt að mestu en parket í kringum salerni og á gólfi, stór sturtuklefi, upphengt salerni og nýleg innrétting, þvottahús er með rúmgóðum skáp, möguleiki væri að gera þar sér inngang í íbúðina

Eignin er staðsett í iðnaðarbyggð sem er að breytast í íbúðabyggð 
Göngufæri við Hamraborg,
 skóla, leikskóla, sundlaug og alla helstu verslun og þjónustu. Stutt í útivist í Kópavogsdalinn

Fylgdur okkur á facebook: https://www.facebook.com/fasteignasolur/

ALLT FASTEIGNIR – MOSFELLSBÆ - REYKJANESBÆ - GRINDAVÍK - VESTMANNAEYJUM 
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.  

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband