Söluauglýsing: 989931

Þykkvaflöt 1

820 Eyrarbakki

Verð

42.900.000

Stærð

150

Fermetraverð

286.000 kr. / m²

Tegund

Einbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 37 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignin er seld með fyrirvara. Domusnova og Guðný Guðm., lögg. fast. s. 8216610, [email protected] kynna 150 fermetra bjart einbýlishús í nýlegu hverfi á Eyrabakka. Íbúðarhúsið er 110 fermetra sérlega bjart á tveim hæðum ásamt 40 fermetra bílskúr. Efri hæðin skiptist í baðherbergi og þrjú björt rúmgóð herbergi. Neðri hæðin skiptist í  forstofu, WC og þvottahús, lítið herbergi, eldhús og tvær samliggjandi stofur. Húsið er byggt 1949 en var flutt á steyptan nýjann grunninn upp úr aldamótum eða um 2001 með þá undirstöðum og löggnum frá þeim tíma. Þegar húsið sett á nýjan grunnin er það mikið endurnýjað eins og t.d. ofnar, rafmagn og utanhússklæðning.  Skriðkjallari er undir húsinu. Byggður var frístandandi 40 fermetra bílskúr 2012.  

Nánari upplýsingar veita:
Guðný Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.821 6610 / [email protected]

Íbúðarhús: 
Neðri hæðin. 

Forstofa/WC/þvottaaðstaða. 
Byggð var forstofueining við húsið 2012 og er inn af henni WC og þvottaaðstaða með opnanlegum glugga. 
Eldhús. Hvít eldri Ikea innrétting. Tveir góðir gluggar í sitt hvora átina.
Lítið herbergi sem auðvelt er að taka niður, til að gera stærra opið rými. Lokuð geymsla undir stiga. 
2 stofur samliggjandi með horngluggum sem gerir þær sérlega bjartar. 
Hol þar sem gengið er upp á efri hæðina. Fallegur gluggi við stigann miðjann. 
Blönduð eldri gólfefni.
Efri hæðin.  
Gangur með glugga og parketi á gólfum.
3 svefnherbergi. Herbergin eru björt og öll með fullri lofthæð að mestu, rúmgóð og með parketi á gólfum.
Bað er með glugga, sturtu í baðkar, innréttingu undir vaski og til hliðar. 

Bílskúr: er eitt rými með gluggum til norðurs og austurs í botninum. Innkeyrsluhurð og hliðar inngangshurð. Steypt gólfplata. Rafmagn og hiti ekki komin á. 
Hús að utan: ásamt bílskúrnum er álklætt með grásanseraðri báru. Hvítir gluggar. Ál áfellur eru ósettar á glugga en til staðar.  Ryð fyrir ofan glugga frá eldri áfellum. 
Lóð: er 750 fm snyrtileg leigulóð með grasflötum og djúpu malarplani fyrir framan bílskúrinn. Timburverönd til suðurs með timbur skjólveggjum.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband