Söluauglýsing: 1053967

Þurárhraun 5

815 Þorlákshöfn

Verð

85.900.000

Stærð

138.3

Fermetraverð

621.114 kr. / m²

Tegund

Rað/Par
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 35 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasala Suðurlands kynnir:  Stórglæsilegt, nýtt, 4ra herbergja endaraðhús ásamt bílskúr að Þurárhrauni 5, Þorlákshöfn.
Nánari upplýsingar um húsið má nálgast á: https://thurarhraun.is/

Húsið afhendist fullbúið að innan og utan, er á frábærum stað í nýju hverfi í Þorlákshöfn í einungis 30 mín frá Reykjavík. 
Húsið er glæsilega hannað, klætt með fallegri bronsaðri álbáru og gegnheilum bambus. 


** Allar nánari upplýsingar fást í síma 483 3424 og á [email protected] **

**3-d myndir í auglýsingu gefa glögga mynd af því hvernig húsið getur litið út fullbúið **

ATH: HÆGT ER AÐ FÁ HÚSIР AFHENT RÚMLEGA TILBÚIÐ TIL INNRÉTTINGAR.


Húsið er í 3ja raðhúsalengju, er í byggingu og verður afhent fullbúið eða eftir samkomulagi, ef séróskir eru með lokafrágang.

Húsið telur:  3 rúmgóð svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, innangengt í bílskúr, stofa eldhús og borðstofa í opnu rými með góðri lofthæð. 
Húsið er með einhalla þaki og allt að 3,7m lofthæð í stofu.

Húsið er vel staðsett, með snyrtilegum frágengnum garði sem snýr til suðvesturs. Sól er á veröndina sirka frá hádegi og fram á kvöld.
Útgengt er á veröndina frá hjónaherbergi og frá stofu um stóra rennihurð. 

Veröndin er stúkuð af milli húsa, skjólgóð, yfirbyggð með skyggni og flísalögð með svörtum 60x60 Brave Coke flísahellum.** 

Lóðin er að öðru leyti þökulögð. Innfelld lýsing og tenglar (fyrir jólaseríurnar) eru í þakkanti beggja megin húss. Ídráttarrör og frárennsli er klárt fyrir heitan pott í garðinum, garðkrani er tengdur. Framan við húsið er steypt bílaplan með hitalögn sem er tilbúin til tengingar. 

Lýsing á fullbúinni eign:

Anddyri: Komið er inn í rúmgott anddyri með fataskáp. 

Baðherbergi I: Flísalagt 6,5 fm baðherbergi með fallegri innréttingu, upphengdu salerni, handklæðaofni og stórri sturtu, aðskilinni með gleri. 

Svefnherbergi I: Inn af anddyri er 9,7 fm svefnherbergi með fataskáp. Parket á gólfi. 

Hol / gangur: Frá anddyri er komið inn í stórt hol í miðrými hússins, þaðan sem gengið er inn í aðrar vistarverur. Parket á gólfum.

Eldhús: Opið inn í stofu, vönduð innrétting með góðu skápaplássi, uppþvottavél, helluborð og ofn fylgir. Góð lofthæð er í eldhúsi og sameinast það stofu á skemmtilegan hátt. Parket á gólfi.

Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð með stórum gluggum ásamt stórri rennihurð þar sem er útgengt á verönd til suðvesturs. Parket á gólfi.  Lofthæðin í stofunni er flott (einhalla að 3,7 m) og gefur henni virkilega flott yfirbragð.

Hjónaherbergi: Er sérlega glæsilegt með stórum fataskápum, útgengi á suðvesturverönd og sér baðherbergi með sturtu. Parket á gólfi.

Baðherbergi II: Er inn af hjónaherbergi, flísalagt, með handlaug, fallegri innréttingu, handklæðaofni og sturtu. 

Svefnherbergi II: Rúmgott 9,8 fm með fataskáp og mikilli lofthæð. Parket á gólfi.

Þvottahús: Rúmgott með góðri lofthæð.  Vaskaskápur með tengi fyrir þvottavél og þurrkara hlið við hlið undir borðplötu. Gott pláss er til að setja upp hillur og innangengt er í bílskúrinn. 

Bílskúr: Góð bílskúrshurð með rafmagnsopnara og innangengt í þvottahús. Í bílskúr er gert ráð fyrir tengi fyrir rafmagnsbíl og er hægt að setja hleðslustöðina upp hvort sem er inní skúr eða utan á klæðninguna fyrir framan bílskúrinn. Hleðslustöðin sjálf fylgir ekki með.  

Bílaplan: Stórt steypt bílaplan með 2 stæðum, ílögð en ótengd snjóbræðsla. 

Lóðin: Er fullfrágengin, steypt bílaplan með hitalögn fyrir framan hús, tyrfð lóð og flísalögð verönd út frá stofu og hjónaherbergi. Búið er að leggja ídráttarrör fyrir heitan pott frá bílskúr út í garð og ganga frá affalli.  Garðkrani utan á húsi lóðarmegin.

Bambus borðin utan á húsinu eru eldþolin, mygla ekki og eru með bæði LEED og BREEAM vottun.*

** SJÓN ER SÖGU RÍKARI **

Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar: 
Verslun og þjónusta: Hér má m.a. finna: 
Apótekarann.
Bakaríið Kaffi Skjóðan
Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook: kompan klippistofa)
Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)
Vínbúðina.
Kr.-verslun með yfir 2.000 helstu vöruliði á Krónuverði 

Veitingastaðina: Thai Sakhon Restaurant (facebook: thai sakhon restaurant)
Svarta Sauðinn (facebook: svarti sauðurinn)
Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar. Einnig er hér ÓB-stöð.
Caffe Bristól.

Hér er mjög góð heilsugæsla.
Hér er tannlæknir.

Í Ráðhúsi bæjarins eru, auk skrifstofu sveitarfélagsins:
Mjög gott bókasafn (facebook: Bæjarbókasafn Ölfuss) Landsbankinn

Tómstundir og afþreying:
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga og er aðstaða til íþróttaiðkunar öll til mikillar fyrirmyndar.
Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook: fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook: Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton. Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.
Motorcrossá braut rétt utan við bæinn.
Hestamennska (facebook: hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring
Golf (facebook: golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.

Í íþróttamiðstöðinni er mjög góð líkamsræktar-aðstaða þar sem hægt er að komast í einka- þjálfun, spinning, hóptíma, líkamsrækt fyrir eldri borgara o.m.fl. Þar er að finna góða sundaðstöðumeð útilaug, heitum pottum, vaðlaug og skemmtilegri innilaug fyrir fjölskyldufólk. Jógastúdíó (Jógahornið). Öflug sjúkraþjálfun.

Afþreying er hér af ýmsum toga:

hér má meðal annars finna: Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga. 
Hér er æðisleg strönd sem mikið er mikið notuð til útivistar og þar má oft sjá menn á brimbrettum, en slíkt er gott að stunda hér. Í sjónum við útsýnispallinn er einn vinsælasta staður til brimbrettaiðkunar á Íslandi. 
Blackbeach tours (www.blackbeachtours.is) er afþreyingar fyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir bæði í fjöruna og um hraunið, RIB bátaferðir meðfram bjarginu og adrenalínferðir, snekkjuleigu og sjóstöng og jógaferðir úti í náttúrunni. 
Einnig er hér: Öflugt leikfélag (facebook: leikfélag ölfuss). 
Hinir ýmsu kórar (facebook: Tónar og Trix, Kyrjukórinn, ofl.) Einn stærsti Kiwanisklúbbur landsins (facebook: Kiwanisklúbburinn Ölver) O.sfr. o.s.frv.  
** Allar helstu fréttir úr sveitarfélaginu má finna á: www.hafnarfrettir.is

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband