Drekavellir 24, 221

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 64,9
Stærð 92
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 702
Skráð 19.4.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 2005
mbl.is

Valborg - fast. og ráðgj. ehf kynnir eignina Drekavellir 24, 221 Hafnarfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 227-4798 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Drekavellir 24 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 227-4798, birt stærð 92.5 fm. Húsið er byggt 2005. 

Um er að ræða þriggja herbergja íbúð, á jarðhæð, í góðu fjölbýli að Drekavöllum 24a, 221 Hafnarfjörður. Afgirt timburverönd til suðurs út frá stofu. Íbúðin skiptist í, forstofu, geymslu, þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengi er frá stofu út á afgirta timburverönd til suðurs. Sameiginleg hjóla og vagna geymsla er í sameign.  

Nánari lýsing:
Anddyri: Með fataskápum, flísar á gólfi.
Geymsla: Er innan íbúðarinnar.
Þvottahús: Þvottahús er innan íbúðar og er með flísalögðu gólfi.
Herbergi: Barnaherbergi sem er rúmgott og með fataskáp.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi með góðu skápa plássi, flísar á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf og með hvítri innréttingu, baðkari, sturtu og upphengdu salerni.
Eldhús: Rúmgott eldhús með hvítum innréttingum og góðu skápa og vinnuplássi, flísar á gólfi.
Stofa: Stofan er rúmgóð og björt með flísum á gólfi, útgengi er út á afgirta timburverönd til suðurs frá stofu.
Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni.

Hraunvallaskóli og Hraunvallaleikskóli eru í sömu götu ásamt því að leikskólinn Bjarkarlundur er í göngufæri. Íþróttahús Hauka, World Class og sundlaugin eru einnig í göngufæri og ýmsar verslanir og þjónusta í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Sævar Magnússon Löggiltur fasteignasali, í síma 8455433, tölvupóstur kristinn@valborgfs.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22