Birkiholt 1, 225

Verð 56,9
Stærð 76
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 746
Skráð 19.4.2024
Fjarlægt
Byggingarár 2003
mbl.is 1253187

Palsson Fasteignasala kynnir:

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

Falleg og björt 2ja herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð á vinsælum stað á Álftanesi í Garðabæ.

* Dásamleg staðsetning á Álftanesi - sveit í borg
* Sérinngangur
* Suðursvalir með fallegu útsýni
* Hús byggt 2003
* Tveir leikskólar í göngufjarlægð
* Ein flottasta sundlaug landsins í göngufjarlægð


EIGN SEM ER VERT AÐ SKOÐA!

Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / Lgf í síma nr 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is 


Samkv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 76,3 m2. Fasteignamat 2024 er 54.200.000 kr. 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús og geymslu. 

Nánari lýsing:
Sérinngangur af svölum. Gæludýrahald leyft.
Anddyri er rúmgott með skápum. Parket á gólfi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með góðu skápaplássi. Parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með baðkari og snyrtilegri innréttingu.
Eldhús með innréttingu og góðum borðkrók. Opið að hluta til inn í stofu og borðstofu sem gerir rýmið mjög opið og bjart. Nýleg uppþvottavél og ísskápur getur fylgt með í kaupunum. 
Stofa og borðstofa er rúmgóð með útgangi út á suðursvalir, frábært útsýni að Bláfjöllum, Hafnarfirði og víðar.
Þvottahús er með borðplötu, skolvaski og pláss fyrir þvottavél og þurrkara.   
Á jarðhæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og sér geymsla. 

2020 - Skipt um blöndunartæki - baðherbergi.
2022 - Nýtt parket og nýir gólf-listar – öll íbúðin. Nýr ofn og helluborð í eldhús. Nýr krani í eldhús. Nýir skápar í svefnherbergi. Nýjar gardínur í stofu. Nýr vatnslás í eldhúsi. Nýr sturtuhaus – baðherbergi. Veggir spaslaðir og málaðir. Loft málað. Allir glugga-karmar pússaðir upp og málaðir. Útidyrahurð og svalahurð pússaðar upp og málaðar.
2024 - Nýr vaskur, vatnslás og borðplata í þvottahúsi.
 
Viðhald – Birkiholti – Húsfélag.
2023 - Skipt um öll ljós í stigagangi. Grafið og tengt fyrir rafhleðslustaurum – búið að setja upp einn rafhleðslustaur – hægt að setja fleirri. Bílastæði merkt íbúðum.


Eignin er vel staðsett miðsvæðis á Álftanesinu, stutt í skóla, leiksskóla, sundlaug, líkamsrækt og fleira. 

Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34