Kinnargata 17, 210

Verð 159,9
Stærð 196
Tegund RaðPar
Verð per fm 814
Skráð 19.4.2024
Fjarlægt
Byggingarár 2017
mbl.is 1253192

Domusnova og Ingunn Björg kynna einstaklega glæsilegt og vel staðsett parhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr við Kinnargötu 17, á eftirsóttum stað í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt fasteignaskrá HMS er birt stærð 196,4 fm 2, þar af er 37,3 fm2 bílskúr. Eignin hefur verið innréttuð á sérlega vandaðan og smekklegan hátt þar sem hvergi hefur verið til sparað. Rúmgott eldhús, stofa og borðstofa með mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum á þrjá vegu í opnu og björtu rými með fallegu útsýni og útgengi á góðar suðvestur svalir. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, tvö baðherbergi ásamt þvottahúsi og rúmgóðum bílskúr. 

Urriðaholt í Garðabæ er umkringt óspilltri náttúru en um leið í nálægð við góðar samgönguæðar og sérlega vel staðsett innan höfuðborgarsvæðisins.
Í jaðri hverfisins eru helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og einn glæsilegasti golfvöllur landsins. Skóli / leikskóli, veitingastaðir, kaffihús og verslanir eru í næsta nágrenni.
  • AUKIN LOFTHÆÐ
  • VANDAÐAR INNRÉTTINGAR, HURÐAR OG TÆKI
  • GLÆSILEGT ÚTSÝNI
  • FJÖLSKYLDUVÆNT HVERFI
Nánari upplýsingar veitir: Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is

Lýsing eignar:
Neðri hæð:
Forstofa : Með rúmgóðum sérsmíðuðum fataskápum frá Parka, hillum ásamt rúmgóðum sérsmíðuðum skóskáp með setbekk. 
Herbergi 1: Rúmgott og bjart með opnum fataskáp og harðparketi á gólfi. 
Herbergi 2: Rúmgott og bjart, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir, walk  in sturta, innrétting undir vaski, upphengt salerni. Gluggi með opnanlegu fagi.
Þvottahús: Flísalagt gólf, rúmgóð innrétting með háskáp, efri og neðri skápum með vinnuborði á milli. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, skúffur undir vélum og skápar fyrir ofan. Útgengt út á hellulagða stétt.
Stigi: Stigi með vönduðu gólfteppi og handriði úr hertu gleri. Stór gluggi með fallegri gluggasyllu. 
Bílskúr: Rúmgóður 37,3 fm2 bílskúr með epoxy á gólfi, mjög rúmgóð innrétting, tengi fyrir heitt og kalt vatn. Rúmgott hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Rúmar 3 bíla. Á teikningu er gert ráð fyrir geymslu í enda bílskúrs sem ekki er til staðar. 
Efri hæð:
Eldhús: Glæsilegt eldhús er í opnu rými. Vönduð og falleg sérsmíðuð eldhúsinnrétting frá Eirvík með einstaklega rúmgóðri eyju, ljós borðplata er á eyju, inni í vinnuskáp. Vönduð heimilstæki frá Miele, niðurfellt ca 90 sm spanhelluborð ásamt niðurfelldri borðviftu, tveir bakaraofnar í vinnuhæð. Útgengt á rúmgóðar suðvestur svalir. Harðparket á gólfi.
Stofa / borðsstofa: Bjart og opið rými með eldhúsi, gólfsíðir gluggar á þrjá vegu. Útgengt úr borðstofu á suðvestur svalir og úr stofu á baklóð. Harðparket á gólfi. 
Hjónaherbergi: Glæsilegt og rúmgott herbergi með mikilli lofthæð og gólfsíðum glugga. Fallegir listar eru upp við loft ásamt rósettu. Sérsmíðaðir rúmgóðir fataskápar frá Parka. Útgengt á suðvestur svalir. 
Barnaherbergi: Fallegt og rúmgott herbergi, opinn fataskápur, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Með fallegri sérsmíðaðri innréttingu frá Parka ásamt rúmgóðum speglaskáp yfir innréttingu, steinn á borðplötu. Frístandandi baðkar, walk in sturta með hertu gleri, handklæðaofn, upphengt salerni. Baðherbergið er flísalagt hólf í gólf með fallegum flísum frá Vídd. Voila blöndunartæki. 
Svalir: 20 fm2 suðvestur svalir með vönduðum flísahellum frá Vídd.
Lóð: Hellulagt bílaplan með snjóbræðslukerfi er fyrir framan hús. Á milli húsa er hellulögð stétt og steyptur veggur með hólfi fyrir plöntur og runna. Lóð baka til við hús er ófrágengin.

Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44