Álfholt 16, 220

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 58,5
Stærð 94
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 624
Skráð 19.4.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 1995
mbl.is

Guðný Ösp s. 665-8909 hjá fasteignasölunni Torg kynnir vel skipulagða 3- 4 herbergja íbúð við Álfholt 16 

Umrædd eign er samtals skráð 93,7 m2 en þar af er geymslan 4,9 m2. Íbúðin er staðsett á 1. hæð og er beint aðgengi í hana frá stigagangi sameignar. Komið er inn í hol, þaðan er herbergisgangur til hægri með tveimur svefnherbergjum. Til vinstri frá holinu er baðherbergi og svo stofa í framhaldinu. Búið er að útbúa þriðja svefnherbergið út úr hluta stofu sem getur bæði nýst sem lítið barna herbergi eða skrifstofa. Frá stofu er útgengt út á svalir sem snúa í suður. Fallegt útsýni er frá stofu og svölum. Eldhús krókur er bjartur og góð vinnuaðstaða í eldhúsi. Þá er þvottahús staðsett inn af eldhúsi, með glugga með opnanlegu fagi og borðplássi fyrir ofan þvottavél og þurrkara. 

Nánari lýsing: 
Forstofa: flísar á hluta af gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum, sturta og vaskur með baðinnréttingu.
Stofa: parket á gólfi.
Eldhús: flísar á gólfi.
Herbergi I: parket á gólfi, herbergið var útbúið út úr hluta stofu en auðveldlega má fjarlægja vegginn aftur.
Herbergi II: parket á gólfi. 
Herbergi III: parket á gólfi og fataskápur.
Þvottahús: flísar á gólfi, gluggi með opnanlegu fagi.
Geymsla: staðsett í kjallara í sameign hússins. 

Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er staðsett til hliðar við húsið í kjallara. 
Sameiginlegur bakgarður fyrir aftan húsið, en fyrir framan aðalinngang hússins eru bílastæði staðsett og aðgengi að íbúðinni er gott. Stutt er í fallegar gönguleiðir nærri Hvaleyrarvatni og Ástjörn. 

Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:  Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.  Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. 
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og  ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.  Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24